Frí heimsending um allt land!

OCKY/hundaþjálfun

Vel skipulögð öguð og markviss þjálfun skilar sér í vel siðuðum hundi og stoltum eiganda. Á þessu námskeiði kenni ég þér að kenna hundinum. Því meira sem þú vinnur með hundinum því sterkara verður sambandið milli ykkar. Þú verður send/ur heim eftir hvern tíma með ný markmið að vinna að sem hjálpa þér að ná því markmiði að skilja hundinn og fá hann til að skilja þig.

Markmið námskeiðsins er að kenna hundinum grunnatriði þau sem hann þarf til þess að auðvelda samskipti hans og eiganda. Vel þjálfaður hundur öðlast meira frjálsræði og á auðveldara með að takast á við amstur dagsins s.s. samskipti við fólk og dýr, auk þess sem sú vinna sem lögð er í þjálfun og vinnu með hundinn eykur traust og virðingu hunds og eiganda.

Nánari upplýsingar veitir Octavia í síma 699 1719, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið ocky@internet.is